Byssur algengari meðal glæpamanna í Ósló

Norskir lögreglumenn á varðbergi við ráðhúsið í Ósló.
Norskir lögreglumenn á varðbergi við ráðhúsið í Ósló. Reuters

Lögreglan í Ósló segir að sífellt algengara sé að vopn séu tekin af glæpamönnum í borginni. Alls hafi 28 skotvopn verið gerð upptæk í síðasta mánuði, nær tvöfalt fleiri en í janúar á liðnu ári þegar 15 byssur voru gerðar upptækar.

Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten eru um 1,2 milljónir skotvopna skráðar í Noregi. Talið er að í landinu séu hundruð þúsunda óskráðra skotvopna. Rannsóknir benda til þess að Noregur sé í fimmta sæti á lista yfir lönd þar sem byssurnar eru flestar miðað við höfðatölu, á eftir Bandaríkjunum, Jemen, Sviss og Finnlandi.

Aftenposten hefur einnig eftir lögreglunni að helmingur afbrotamanna, sem handteknir eru í Ósló, sé af erlendu bergi brotinn og ekki með norskan ríkisborgararétt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert