Deilur við Kína lítilvægar

Bandarísk yfirvöld gera lítið úr spennunni sem farið hefur vaxandi undanfarið á milli Bandaríkjanna og Kína. Talsmaður Hvíta hússins segir að ríkisstjórnir landanna tveggja muni vinna í sameiningu að ágreiningsmálum þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála.

Kínverjar brugðust fyrr í dag við gagnrýni ríkisstjórnar Obama á gjaldmiðilsmál þeirra með því að segja að staða júansins væri eðlileg og í jafnvægi og að gengi þess væri ekki ástæða fjárlagahallans í Bandaríkjunum. Kínverjar lýstu einnig áhyggjum sínum af fyrirætluðum fundi Obama með Dalaí Lama sem og vopnasölu Bandaríkjanna til Taívan.

Á sama tíma sækjast Bandaríkin eftir stuðningi Kínverja við baráttu þeirra gegn kjarnorkuvæðingu Írans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert