Fjórir breskir þingmenn ákærðir

Breska þingið
Breska þingið Reuters

Ríkissaksóknari Bretlands hefur tilkynnt um að fjórir þingmenn verði ákærðir fyrir að hafa brotið lög í tengslum við fríðindahneykslið sem valdið hefur breska þinginu miklum álitshnekki. Þrír þingmenn neðri deildar þingsins og einn þingmaður lávarðardeildarinnar verða ákærðir fyrir bókhaldsbrot.

Alvarlegustu ásakanirnar snúast um endurgreiðslur vegna afborgana af húsnæðisveðlánum sem þegar höfðu verið greiddar að fullu. Ennfremur eru dæmi um að þingmenn hafi svikið út endurgreiðslur fyrir næturgistingu. Þingmaðurinn í lávarðadeildinni sem verður ákærður er þingmaður Íhaldsflokksins en hinir þrír eru þingmenn Verkamannaflokksins. Þar af einn fyrrverandi ráðherra, Elliot Morle. Flokksfélagar hans,  David Chaytor og Jim Devine eru einnig ákærðir fyrir að hafa fengið endurgreiddan kostnað sem ekki átti að færa til kostnaðar. 

Paul White, betur þekktur sem Hanningfield lávarður, er borinn þyngstu sökum í málinu en hann verður ákærður í sex liðum á meðan hinir þrír eru ákærðir fyrir 2-3 brot hver.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert