Gyðingahatur aldrei meira í Bretlandi

Gyðingahatri og kynþáttafordómum mótmælt í Frakklandi.
Gyðingahatri og kynþáttafordómum mótmælt í Frakklandi. REGIS DUVIGNAU

Síðasta ár var það versta í sögunni hvað varðar árásir á gyðinga og eignir þeirra í Bretlandi, samkvæmt nýjum tölum. Yfir 924 tilkynningar bárust um ofbeldisverk gegn gyðingum á árinu og hafa þær ekki verið fleiri síðan skráningar hófust árið 1984. Samtök gyðinga í Bretlandi telja að innrás Ísraels á Gaza svæðið í janúar 2009 sé helsta orsök þessarar þróunar.

Árásirnar eru af öllu tagi, allt frá grófum líkamsárásum á götum úti að íkveikjum, eggjakasti, haturspóstum og veggjakroti lituðu gyðingahatri. Í næstum fjórðungi tilfella var með einhverjum hætti vísað í átökin á Gaza.

Sprengjuárásir Ísraelsmanna á Gaza voru harðlega gagnrýndar víða um heim og við ísraelska sendiráðið í London brutust út harkaleg mótmæli í fyrra.  Samtök gyðinga í Bretlandi vekja athygli á því að kynþáttahatur sé vaxandi vandamál gyðinga í Bretlandi og snúa þurfi þróuninni við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert