Karlar verða að berjast gegn umskurði kvenna

STR

Baráttan gegn umskurði á kynfærum kvenna mun aldrei vinnast nema karlar taki þátt í henni, að mati sérfræðinga í málaflokknum. Alþjóðlegur baráttudagur gegn umskurði kvenna er á morgun.

„Ef menn ákveða að snúa baki við þessum sið þá er alveg víst að konur munu fylgja á eftir, vegna þess að eins og er hef ég ekki séð eina einustu einhleypu konu á Malí segja „við verðum að umskera dætur okkar,"" hefur AFP eftir lækningum Omar Mariko.

„Hverjir eru það sem stjórna hömlunum og segja að þetta sé hefð og hluti af menningunni? Það eru karlmennirnir," sagði Mariko jafnframt á fundi Alþjóðaþingmannasambandsins í Genf í dag. „Ef þú vilt breytingar, þá þarftu að vinna með öllu samfélaginu," sagði Elise Johansen frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). „En að auki þá hefur komið í ljós að í mörgum löndum eru karlar mótfallnari þessum sið heldur en konur, þess vegna er betra færi á raunverulegum breytingum með því að virkja þá í baráttunni."

Á Malí hafa kynfæri yfir 90% kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið limlest samkvæmt tölfræði WHO. Alls er talið að á milli 120 til 140 milljónir kvenna í 28 löndum, aðallega Afríku og Mið-Austurlöndum, séu fórnarlömb slíkra limlestinga. Umskurður á kynfærum kvenna telst brot á mannréttindum þeirra og getur auk þess valdið langtíma heilsufarsvandamálum, miklum kvölum, blæðingum, ófrjósemi og jafnvel dauða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert