Sjö látnir í flóðum í Mexíkó

Sjö manns, fimm börn og tvær konur, hafa látist í flóðum í Mexíkó en afar óvenjuleg tíð er þar í landi. Hafa stjórnvöld í Mexíkó lýst yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins, Mexíkóborg. Að minnsta kosti tvö þúsund heimili hafa farið undir vatn og margir misst allar eigur sínar.

Börnin sem létust eru á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Afar óvenjulegt er að það rigni jafn mikið og nú í Mexíkó á þessum árstíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert