Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði á öryggisráðstefnunni í München í Þýskalandi í dag að fátækt, hungur og loftslagsbreytingar væru ein mesta ógn við mannkynið á 21. öldinni.
„Heill milljarður manna lifir nú við hungurmörk í heiminum sem er meira en nokkru sinni fyrr. Á síðustu árum höfum við upplifað óeirðir í tugum landa vegna matarskorts," sagði Ban í morgun.
„Við okkur blasa neyðaraðstæður, langvarandi fátækt og versta kreppa í margar kynslóðir. Þetta eru aðstæður sem slíta samfélög í sundur og sinna engum landamærum . Það er nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið grípi til aðgerða."