Þjóðverjar styðja stofnun Evrópuhers

Hermenn
Hermenn MUKESH GUPTA

Þjóðverjar styðja stofnun evrópsk hers í komandi framtíð svo að Evrópusambandið geti „spilað með". Þetta sagði utanríkisráðherra Þýskalands, Guido Westerwelle, á alþjóðlegu öryggisráðstefnunni í München í dag.

„Til lengri tíma litið er markmiðið að stofna Evrópuher undir stjórn þingsins. Evrópusambandið verður að standa undir pólitísku hlutverki sínu sem þátttakandi í alþjóðasamfélaginu og geta spilað með. Það verður að geta brugðist við vandamálum sem koma upp með sjálfstæðum hætti. Það verður að geta brugðist hratt við, af sveigjanleika og geta tekið sjálfstæða afstöðu," sagði Westerwelle í morgun.

Hann sagði jafnframt að enginn ætti að hafa ástæðu til að óttast Evrópu, en allir ættu hinsvegar að geta reitt sig á Evrópu. Hugmyndin um evrópskan her var kynnt til sögunnar í hinum s.k. Lissabon sáttmála sem allar þjóðir sambandsins hafa nú samþykkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert