Janúkóvítsj með forustu

00:00
00:00

Vikt­or Janúkóvít­sj hef­ur 3-5 pró­senta for­skot á Júlíu Tímósj­en­kó sam­kvæmt út­göngu­spám, sem birt­ar voru klukk­an 18 þegar kjör­stöðum í síðari um­ferð for­seta­kosn­ing­anna í Úkraínu var lokað.  

Sam­kvæmt spá einn­ar stofn­un­ar fær Janúkóvít­sj, sem er fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins, 48,7% at­kvæða en Timosj­en­kó, sem er nú­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, 45,5%. Sam­kvæmt spá sjón­varps­stöðvar­inn­ar  ICTV fékk Janúkóvít­sj 49,8% en Ti­mósj­en­kó 45,2%. 

Timosj­en­kó, sem fór fyr­ir app­el­sínu­gulu bylt­ing­unni svo­nefndu árið 2004, sem kom Vikt­or Jút­sjen­kó til valda, held­ur því fram að brögð séu í tafli í kosn­ing­un­um nú og seg­ist munu virkja stuðnings­menn sína til að mót­mæla úr­slit­in­um.

Janúkóvítj var upp­haf­lega lýst­ur sig­ur­veg­ari í kosn­ing­un­um 2004 en kosn­ing­arn­ar voru ógilt­ar og í nýj­um kosn­ing­um fór Vikt­or Jút­sjen­kó með sig­ur af hólmi.  

Talið er að Janúkóvítj muni breyta ut­an­rík­is­stefnu Úkraínu og taka upp nán­ara sam­band við Rúss­land en sam­band land­anna tveggja hef­ur verið stirt frá því leiðtog­ar app­el­sínu­gulu bylt­ing­ar­inn­ar náðu völd­um.

Úrslit í kosn­ing­un­um verða ekki birt fyrr en í fyrra­málið en að sögn vest­rænna frétta­manna eru út­göngu­spár venju­lega mark­tæk­ar í Úkraínu. Aðstoðarmaður Timosj­en­ko sagði hins veg­ar að of fljótt væri fyr­ir stuðnings­menn Janúkóvít­sj að fagna sigri.   

Júlía Tímósjenkó á kjörstað í dag.
Júlía Tímósj­en­kó á kjörstað í dag. Reu­ters
Viktor Janúkóvítsj greiðir atkvæði í kosningunum í dag.
Vikt­or Janúkóvít­sj greiðir at­kvæði í kosn­ing­un­um í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert