Palin útilokar ekki forsetaframboð

Sarah Palin.
Sarah Palin. AP

Sarah Palin sagði í sjónvarpsviðtali í dag að það „væri fáránlegt" af henni að útiloka forsetaframboð og að hún muni íhuga framboð í kosningunum 2012 ef hún telji það vera hið rétta í stöðunni fyrir Bandaríkin.

Palin, fyrrum ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana varaði líka við því að Barack Obama Bandaríkjaforseti yrði ekki endurkjörinn nema hann gjörbreytti stefnumálum sínum, t.d. með því að lýsa yfir stríði við Íran eða eindrægum stuðningi við Ísrael.

 „Ég myndi bjóða mig fram, ég myndi gera það ef ég teldi það vera það rétta í stöðunni fyrir landið okkar og fyrir fjölskylduna mína," sagði Palin í viðtali við Fox. „Það væri fáránlegt af mér að íhuga ekki það sem ég get hugsanlega gert til að hjálpa landinu okkar."

Palin, sem var gagnrýnd fyrir að vera úti á þekju í utanríkismálum í kosningabaráttunni 2008 segir líka að hún sé núna meira með á nótunum. „Sjóndeildarhringurinn hefur auðvitað stækkað mikið hjá mér. Svo þú getur hengt þig upp á það að ég verð alveg inni í þessum málefnum líðandi stundar, alþjóðlegum málefnum, en fyrir tveimur árum."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert