Íbúar í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, eru byrjaðir að ryðja snjó úr borginni Þar snjóaði samfellt í 30 klukkutíma um helgina sem setti alla umferð í borginni úr skorðum.
Rafmagn fór af meira en 100 þúsund heimilum. Flug lagðist af í tveimur af þremur flugvöllum borgarinnar.