ESB leyfir kjötklístur

Það þarf ekki þrombín til að líma saman íslenskar lambakótilettur.
Það þarf ekki þrombín til að líma saman íslenskar lambakótilettur. Jim Smart

Evrópusambandið hefur heimilað notkun umdeilds ensíms, þrombíns, í matvælum. Þrombínið er t.d. notað til að líma saman kjötslísar í stærri bita. Efnið finnst í blóði, m.a. svína og nauta. Danir börðust gegn því að leyft yrði að nota „kjötklístrið“ en voru ofurliði bornir, að sögn danska útvarpsins.

Matvælastofnun Danmerkur segir að þrombín (thrombin) sé ekki skaðlegt heilsu manna. Aðeins tvö lönd ESB greiddu atkvæði gegn því að notkun þrombíns yrði leyfð í matvælaframleiðslu. Danska útvarpið segir að einungis evrópuþingið geti nú komið í veg fyrir að matvæli unnin með þrombíni fari á markað.

Matvælaráðherra Danmerku lagði til á föstudaginn var að matvörur verði sérstaklega merktar svo neytendur geti séð hvort þrombín hafi verið notað við framleiðslu þeirra. ESB-löggjöfin gerir einnig kröfu um að kjöt, unnið með þrombíni, verði sérstaklega merkt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert