Sarah Palin, fyrrum varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sagði í gær að Barack Obama forseti ætti að lýsa yfir stríði við Íran.
Palin sagði þetta í viðtali við Fox fréttastöðina. Hún sagði að Obama ætti að fara í stríð við Íran ef hann ætlaði sér að ná endurkosningu árið 2012.
„Hann ætti að lýsa yfir stríði við Íran eða grípa til aðgerða sem eru fallnar til að styðja við Ísrael. Þetta vil ég að hann geri,“ sagði Palin.
Palin sagðist raunar vera þeirrar skoðunar að Obama forseti yrði ekki endurkjörinn ef kosningar færu fram í dag.