Palin vill stríð við Íran

Sarah Palin er fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska.
Sarah Palin er fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska. JOSH ANDERSON

Sarah Pal­in, fyrr­um vara­for­seta­efni Re­públi­kana­flokks­ins í Banda­ríkj­un­um, sagði í gær að Barack Obama for­seti ætti að lýsa yfir stríði við Íran.

Pal­in sagði þetta í viðtali við Fox frétta­stöðina. Hún sagði að Obama ætti að fara í stríð við Íran ef hann ætlaði sér að ná end­ur­kosn­ingu árið 2012.

„Hann ætti að lýsa yfir stríði við Íran eða grípa til aðgerða sem eru falln­ar til að styðja við Ísra­el. Þetta vil  ég að hann geri,“ sagði Pal­in.

Pal­in sagðist raun­ar vera þeirr­ar skoðunar að Obama for­seti yrði ekki end­ur­kjör­inn ef kosn­ing­ar færu fram í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert