Enn bætir í snjóinn vestanhafs

Samgöngur hafa verið í lamasessi í mestu snjóþyngslunum í Bandaríkjunum.
Samgöngur hafa verið í lamasessi í mestu snjóþyngslunum í Bandaríkjunum. YURI GRIPAS

Norðausturríki Bandaríkjanna sem þegar eru á kafi í snjó eftir helgina búa sig nú undir enn meiri snjókomu í nótt og á morgun. Þúsundir heimila hafa verið án rafmagns og skólar og fyrirtæki hafa verið lokuð síðan blindbylur gekk yfir svæðið á föstudag og laugardag. Stutt þíða eftir helgina vakti vonir um að vetrarhörkurnar væru gengnar yfir en nú spá veðurfræðingar því að enn bæti í snjóinn.

Opinberir starfsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að moka og skafa síðustu daga, en það verður til lítils ef spár ganga eftir því búist er við 25-50 cm jafnföllnum snjó er næsta sólarhringinn. Veturinn verður því sennilega sá langsamlega snjóþyngsti í sögu margra ríkja á Austurströndinni.

Samgöngur á lofti og landi hafa verið í lamasessi dögum saman en voru í þann mund að komast á rétta kjöl nú þegar spáð er frekari snjókomu. Íbúar á Austurströndinni eru því margir orðnir langþreyttir á snjónum, meira að segja börnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert