Skiptar skoðanir í Úkraínu

Stuðningsmenn Vikto Janúkovits, sem sigrað naumlega forsetakosningarnar í Úkraínu, flykktust á götur út í dag til að sýna stuðnings sinn í verki. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar segja ekkert athugavert við framkvæmd kosninganna en Júlía Tímósjenkó segist aldrei munu viðurkenna niðurstöðuna.

Flokksfélagar Tímósjenkó hafa hótað að grípa til lagalegra aðgerða til að „verja rétt borgaranna til sanngjarnra og gagnsærra kosninga". Sagt er að Tímósjenkó hafi þegar kallað til lögfræðingateymi til að undirbúa lögsókn þar sem byggt verði á þúsundum dæma um kosningasvindl og krafist endurtalningar eða jafnvel þriðju umferðar kosninganna.

Nýleg skoðanakönnun gefur til kynna að skoðanir almennings séu skiptar í málinu. Margir vilja að málið sé leyst á yfirvegaðan hátt án þess að til mótmæla komi líkt og eftir síðustu forsetakosningar. Órói í landinu gæti  haft slæm áhrif á fjármálamarkaði og dregið úr góðum árangri sem náðst hafi í átt að stöðugleika í landinu. Aðrir vilja að Tímósjenkó berjist áfram fyrir sínum málstað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert