Timosjenkó viðurkennir ekki úrslitin

Julia Timosjenkó.
Julia Timosjenkó. Reuters

Julia Timosjenkó, forsætisráðherra Úkraínu, er sögð ætla að bera úrslit í forsetakosningum á sunnudag undir hæstarétt landsins. Að sögn yfirkjörstjórnar tapaði Timosjenkó þar naumlega fyrir Viktor Janúkóvítsj. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sagði í gær, að ekkert væri við framkvæmd kosninganna að athuga. 

„Ég mun aldrei fallast á sigur Viktors Janúkóvítsj eftir slíkar kosningar," er haft eftir Timosjenkó í úkraínska blaðinu Ukrainskaja Pravda í gær. Timosjenkó vildi ekki tjá sig um niðurstöður kosninganna í gær en hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag.  

Þegar búið var að telja 99,44% atkvæða í gærkvöldi hafði Janúkóvítsj 3,2 prósentna forskot á Tímosjenkó. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert