Treysta guði

00:00
00:00

Trú­boðarn­ir sem eru í haldi á Haiti sakaðir um að hafa ætlað að fara með börn úr landi án heim­ild­ar segj­ast treysta því að guð leysi þá úr haldi. Trú­boðarn­ir komu fyr­ir rétt á Haiti í dag, en dóm­ari gaf eng­in svör um það hvort hann myndi sleppa þeim úr haldi.

„Í treysti guði til að leiða sann­leik­ann í ljós og að við verðum leyst úr haldi og sýknuð af öll­um sök­um,“ sagði Laura Sils­by, einn trú­boðanna.

Trú­boðarn­ir, sem flest­ir eru meðlim­ir í Bapt­i­sta kirkju í Ida­ho, eru sökuð um að hafa ætlað að fara með 33 börn úr landi. Í ljós hef­ur komið að meiri­hluti barn­anna átti for­eldra á lífi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert