Tók mynd af þyrluslysi

Þyrla, sem notuð var til að taka umferðarmyndir í Sao Paulo í Brasliíu, hrapaði til jarðar eftir vélarbilun í morgun. Myndir náðust af slysinu úr annarri fréttaþyrlu og sést á þeim, að flugmanninum tókst að forða því að þyrlan lenti á fjölfarinni hraðbraut en brolenti þess í stað á túnbletti við hliðina.

Flugmaður þyrlunnar fórst en kvikmyndatökumaður, sem einnig var um borð, slasaðist alvarlega og hlaut mörg beinbrot.  

Hin fréttaþyrlan lenti strax við hlið þeirrar sem brotlenti og tókst flugmanninum að loka fyrir eldsneytisleiðslur og rafmagnið áður en eldur kviknaði í flakinu. 

Þyrlurnar tvær voru að taka myndir af umferðinni og störfum lögreglu eftir bankarán í nágrenninu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert