Koma Grikkjum til aðstoðar

José Manuel Barroso kemur til fundar við leiðtoga Evrópusambandsins í …
José Manuel Barroso kemur til fundar við leiðtoga Evrópusambandsins í morgun. Reuters

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti í morgun grísk stjórnvöld til að grípa til frekari aðgerða til að koma böndum á fjárlagahallann og skuldasöfnun. Leiðtogar ESB-ríkja hafa náð samkomulagi um aðgerðir til að koma Grikkjum til aðstoðar vegna efnahagserfiðleika landsins.

Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins, sagði um hádegisbil að náðst hefði samkomulag á fundi leiðtoga ESB-ríkja í Brussel í dag um aðgerðir til aðstoðar Grikkjum. Barroso átti einnig í morgun fund með nokkrum leiðtogum Evrópusambandsríkja þar sem fjallað var um með hvaða hætti væri hægt að aðstoða Grikki í fjárhagserfiðleikum þeirra.

„Grikkir þurfa að gera það sem er nauðsynlegt, þar á meðal grípa til frekari aðgerða, til að tryggja að fjárlagahallinn minni," hafði heimildarmaður AFP fréttastofunnar eftir Barroso.  Hann sagði einnig að ríki á evrusvæðinu svonefnda yrðu að tryggja að þar ríkti efnahagslegur stöðugleiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert