Sveltu dóttur sína í hel

Móður og sam­býl­ismaður henn­ar sem sökuð voru um að hafa myrt sjö ára dótt­ur henn­ar með því að selta hana í hel hafa geng­ist við morðinu. Greint er frá mál­inu á vef breska rík­is­út­varps­ins. 

Fjöl­skyld­an bjó í Bir­ming­ham á Bretlandi og at­vikið á að hafa átt sér stað árið 2008. Sam­býl­ismaður­inn var upp­haf­lega ákærður fyr­ir morð, en fallið var frá þeirri ákæru og verður hann aðeins sótt­ur til saka fyr­ir mann­dráp af gá­leysi eft­ir að gögn voru lögð fram við rétt­ar­höld­in, sem nú standa yfir, sem sýndu fram á að hann væri and­lega van­heill.

Verj­end­ur móður­inn­ar hafa haldið því fram að hún hafi aðeins orðið vald­ur af mann­drápi af gá­leysi, en ákæru­valdið held­ur fast við að sækja hana til saka fyr­ir morð.

Við rétt­ar­höld­in kom fram að dótt­ur­inni hefði, ásamt fimm öðrum börn­um sem voru í um­sjón pars­ins, verið neitað um mat.

Sam­býl­ismaður­inn lýsti því við rétt­ar­höld­in hvernig hon­um hefði verið misþyrmt þegar hann sjálf­ur var barn og hvernig hann varð vitni að því þegar faðir hans barði yngri syst­ur hans til bana þegar hann var aðeins fimm ára.

Hann lýsti því fyr­ir rétt­in­um hvernig hann hefði sjálf­ur barið stúlku sam­býl­is­konu sinn­ar með göngustaf og neytt hana til þess að standa úti í köld­um veðrum og síðan hellt yfir hana köldu vatni. Þegar sak­sókn­ari spurði hann hvort hann kenndi sjálf­um sér um dauða henn­ar svaraði hann því ját­andi.

Fram kom við rétt­ar­höld­in að sam­býl­ismaður­inn væri þjakaður af geðklofa og hefði fund­ist að and­lit dótt­ir sam­býl­is­konu hans væri und­ar­legt vegna þess að hún væri and­set­in.

Stúlk­an lést í maí árið 2008. Hún fannst á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar í Bir­ming­ham og hafði aug­ljós­lega ekki fengið neina nær­ingu um lengri tíma.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert