Sverji af sér fjölkvæni

Reuters

Þýskur lögfræðingur sem býr og starfar í Frakklandi hefur kvartað til franskra yfirvalda vegna þess að það var sett sem skilyrði fyrir framlengingu á dvalarleyfi hans að hann sværi það af sér að hann væri fjölkvænismaður. 

Þýskir ríkisborgarar, líkt og aðrir íbúar landa sem tilheyra Evrópusambandinu, eru ekki skyldugir til þess að sækja um dvalarleyfi til þess að mega búa í Frakklandi, en Angela Lemius hefur kosið að sækja um slíkt leyfi til þess að vera með gilt  skírteini í landinu.

Nýverið þurfti hún að endurnýja skírteini sitt sem gildir í tíu ár í senn. Þar sem hún sótti um skírteinið var henni tjáð af embættismanni ríkisins að hún þyrfti að leggja fram skjöl sem réttlættu áframhaldandi veru hennar í Frakklandi auk þess sem hún yrði að leggja fram yfirlýsingu þess að hún væri ekki gift fleiri en einum manni.

Angela Lemius brást ævareið við og sendi yfirvöldum í framhaldinu bréf til þess „að sýna fram á hverju vitlaust og fáránlegt umsóknarferlið væri.“

Lemius, sem er 45 ára gömul og menntuð sem lögfræðingur, hefur búið í Frakklandi sl. 11 ár en hún er gift frönskum manni og eiga þau tvö börn.

Vannina Vincensini, lögfræðingur Lemius, bendir á að frönsk stjórnvöld hafi vissulega rétt á því að krefja umsækjendur um yfirlýsingu eða gögn sem sanni að viðkomandi sé ekki fjölkvænismanneskja, en slíkt eigi aðeins við um umsækjendur sem komi frá löndum þar sem fjölkvæni er viðurkennt opinberlega. Slíkt geti engan vegin átt við um Þýskaland.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert