Fimm NATO-liðar fallnir

Svæðið er þéttriðið sprengjum og því verður að fara hægt …
Svæðið er þéttriðið sprengjum og því verður að fara hægt yfir. Reuters

Þúsund­ir her­manna, und­ir stjórn banda­ríska hers­ins, hafa ráðist inn í bæ­inn Mar­jah í Helmand daln­um í suður­hluta Af­gan­ist­an. Taliban­ar hafa haft sterk ítök á svæðinu þar sem mikið er um ópíum­rækt.  Er árás­in nú er tal­in mik­il prófraun fyr­ir Barack Obama Banda­ríkja­for­seta og stjórn­ar­hætti hans.

Her­sveit­irn­ar réðust inn í  Mar­jah, sem er 80,000 manna bær, rétt fyr­ir dög­un. En um 15.000 her­menn taka þátt í árás­inni sem fengið hef­ur nafnið Mus­ht­arak - sem þýðir „sam­an“ á Dari. Mark­miðið með árás­un­um er að hrekja talib­ana burt af svæðinu og ná því und­ir stjórn af­gönsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Kabúl. 

Að minnsta kosti 20 her­menn úr röðum talib­ana féllu á fyrstu stund­um árás­ar­inn­ar og ell­efu til viðbót­ar hafa verið hand­samaðir, að sögn Sher Mohammad Zazai, hers­höfðingja af­gönsku her­sveit­anna sem taka þátt í aðgerðunum. Vitað er til þess að fimm her­menn úr röðum árás­ar­sveit­anna hafi fallið.

„Við virðumst hafa gripið upp­reisn­ar­menn­ina óund­ir­búna,“ hafði BBC eft­ir   und­ir­hers­höfðingj­an­um Nick Cart­er, úr liði NATO.

Abd­ul Raheem War­dak, varn­ar­málaráðherra Af­gan­ist­an sagði um sárs­auka­fulla aðgerð að ræða. Þar sem á svæðinu sem mik­ill fjöldi fal­inna sprengja sem erfitt sé að finna.„Svæðið er þéttriðið sprengj­um, þess vegna för­um við hægt yfir,“ sagði War­dak á frétta­manna­fundi í  Kabúl.

Árás­in á Mar­jah er fyrsta árás­in sem gerð er á vígi talib­ana frá því Obama til­kynnti í des­em­ber sl. að hann myndi senda 30.000 banda­ríska her­menn til viðbót­ar til Af­gan­ist­an.

Þegar eru 113.000 her­menn á veg­um NATO í land­inu og er stefnt að því að fjöld­inn hafi náð 150.000 fyr­ir ág­ústlok.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert