Fimm NATO-liðar fallnir

Svæðið er þéttriðið sprengjum og því verður að fara hægt …
Svæðið er þéttriðið sprengjum og því verður að fara hægt yfir. Reuters

Þúsundir hermanna, undir stjórn bandaríska hersins, hafa ráðist inn í bæinn Marjah í Helmand dalnum í suðurhluta Afganistan. Talibanar hafa haft sterk ítök á svæðinu þar sem mikið er um ópíumrækt.  Er árásin nú er talin mikil prófraun fyrir Barack Obama Bandaríkjaforseta og stjórnarhætti hans.

Hersveitirnar réðust inn í  Marjah, sem er 80,000 manna bær, rétt fyrir dögun. En um 15.000 hermenn taka þátt í árásinni sem fengið hefur nafnið Mushtarak - sem þýðir „saman“ á Dari. Markmiðið með árásunum er að hrekja talibana burt af svæðinu og ná því undir stjórn afgönsku ríkisstjórnarinnar í Kabúl. 

Að minnsta kosti 20 hermenn úr röðum talibana féllu á fyrstu stundum árásarinnar og ellefu til viðbótar hafa verið handsamaðir, að sögn Sher Mohammad Zazai, hershöfðingja afgönsku hersveitanna sem taka þátt í aðgerðunum. Vitað er til þess að fimm hermenn úr röðum árásarsveitanna hafi fallið.

„Við virðumst hafa gripið uppreisnarmennina óundirbúna,“ hafði BBC eftir   undirhershöfðingjanum Nick Carter, úr liði NATO.

Abdul Raheem Wardak, varnarmálaráðherra Afganistan sagði um sársaukafulla aðgerð að ræða. Þar sem á svæðinu sem mikill fjöldi falinna sprengja sem erfitt sé að finna.„Svæðið er þéttriðið sprengjum, þess vegna förum við hægt yfir,“ sagði Wardak á fréttamannafundi í  Kabúl.

Árásin á Marjah er fyrsta árásin sem gerð er á vígi talibana frá því Obama tilkynnti í desember sl. að hann myndi senda 30.000 bandaríska hermenn til viðbótar til Afganistan.

Þegar eru 113.000 hermenn á vegum NATO í landinu og er stefnt að því að fjöldinn hafi náð 150.000 fyrir ágústlok.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka