Telur úrslit kosninganna fölsuð

Júlía Tímósénkó
Júlía Tímósénkó Reuters

Júlía Tímósénkó, forsætisráðherra Úkraínu, sem tapaði fyrir Viktor Janúkóvítsj, í baráttunni um forsetaembætti landsins í kosningunum nú í febrúar véfengir úrslit þeirra.

Úrslitin hafi verið fölsuð og hún hafi fullan hug á að fara með málið fyrir dómstóla.

„Ég hef tekið þá einu ákvörðun sem ég gat og það er að fara með úrslitin fyrir dómstóla. Ég mun verja ríki okkar og val ykkar með lagarökum,“ segir í yfirlýsingu frá Tímósénkó.

„Janúkóvíts er ekki forseti okkar. Hann mun ekki undir neinum kringumstæðum verða valin löglegur forseti Úkraínu.“

Janúkóvítsj hvatti Tímósénkó til að láta af mótmælum sínum og segja af sér. Alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn hafi ekki haft neinar athugasemdir við framkvæmd kosninganna.

Janúkóvítsj sigraði með 3.48% mun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert