Meirihluti þýskra kjósenda, eða 53%, vill að skuldugum Grikkjum verði vísað af evrusvæðinu af Evrópusambandinu ef nauðsyn krefur. Tveir þriðju Þjóðverja eru jafnframt andvígir því að Grikkir fái milljarðaevra lán frá Þýskalandi eða öðrum ríkjum ESB.
Skoðanakönnun fyrir þýska blaðið Bild am Sontag leiðir þetta í ljós. Andstaða hefur einnig var vaxandi meðal flokksmanna Angelu Merkel Þýskalandskanslara við að aðstoða Grikki. ekki síst þar sem efnahagur Þýskalands og fleiri ríkja ESB sé viðkvæmur.
Grikkir hafa átt í erfiðleikum með að sannfæra fjárfesta og lánadrottna um að þeir ráði við gríðarlegar skuldir sínar. Með hverri viku hafa áhyggjur aukist af því að Grikkland verði greiðsluþrota, með alvarlegum afleiðingum fyrir þá og ESB.
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa viðræður við grísk stjórnvöld og halda þær áfram á morgun. Angela Merkel hefur komið með tillögur um varkáran stuðning, með þeim orðum að Grikkir verði ekki skildir eftir úti í kuldanum, gegn því að þeir geri sem mest til að leysa sín vandamál heima fyrir.