Þjóðverjar andvígir stuðningi við Grikki

Samlandar Angelu Merkel eru margir hverjir ekki hlynntir stuðningi við …
Samlandar Angelu Merkel eru margir hverjir ekki hlynntir stuðningi við skulduga Grikki. FABRIZIO BENSCH

Meiri­hluti þýskra kjós­enda, eða 53%, vill að skuldug­um Grikkj­um verði vísað af evru­svæðinu af Evr­ópu­sam­band­inu ef nauðsyn kref­ur. Tveir þriðju Þjóðverja eru jafn­framt and­víg­ir því að Grikk­ir fái millj­arðaevra lán frá Þýskalandi eða öðrum ríkj­um ESB.

Skoðana­könn­un fyr­ir þýska blaðið Bild am Sontag leiðir þetta í ljós. Andstaða hef­ur einnig var vax­andi meðal flokks­manna Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara við að aðstoða Grikki. ekki síst þar sem efna­hag­ur Þýska­lands og fleiri ríkja ESB sé viðkvæm­ur.

Grikk­ir hafa átt í erfiðleik­um með að sann­færa fjár­festa og lána­drottna um að þeir ráði við gríðarleg­ar skuld­ir sín­ar. Með hverri viku hafa áhyggj­ur auk­ist af því að Grikk­land verði greiðsluþrota, með al­var­leg­um af­leiðing­um fyr­ir þá og ESB.

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hafa viðræður við grísk stjórn­völd og halda þær áfram á morg­un. Ang­ela Merkel hef­ur komið með til­lög­ur um var­kár­an stuðning, með þeim orðum að Grikk­ir verði ekki skild­ir eft­ir úti í kuld­an­um, gegn því að þeir geri sem mest til að leysa sín vanda­mál heima fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert