Grikkjum hótað refsiaðgerðum

George Papandreou forsætisráðherra Grikklands hefur staðið í stöngu að undanförnu.
George Papandreou forsætisráðherra Grikklands hefur staðið í stöngu að undanförnu. Reuters

Grísk­um stjórn­völd­um hef­ur verið tjáð að þau verði að minnka fjár­haga­hall­ann sem ann­ars stefn­ir í. Að öðrum kosti muni landið verða beitt refsiaðgerðum. Þetta er haft eft­ir Jean-Clau­de Juncker, yf­ir­manni Evru­svæðis­ins. Frá þessu er greint á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Í sam­tali við þýska rík­is­út­varpið sagði hann að Grikk­ir yrðu að skilja að önn­ur lönd á evru­svæðinu væru ekki til­bún­ir til þess að greiða fyr­ir mis­tök Grikkja.

Síðan for­svars­menn Evr­ópu­sam­bands­ins ákváðu í síðustu viku að aðstoða Grikkja hef­ur tónn­inn í viðmóti þeirra breyst nokkuð og er orðinn býsna harður. Ein helsta ástæða þessa er tal­in þau óánægju­viðbrögð sem tal um björg­un­araðgerðir hafa vakið.

Vand­ræði Grikkja hafa haft nei­kvæð áhrif á gengi evr­unn­ar sl. níu mánuði.

Juncker, sem er formaður þeirra 16 landa sem tekið hafa upp evr­una, sem og for­sæt­is­ráðherra Lúx­em­borg­ar hafa látið hafa eft­ir sér að grísk stjórn­völd hafi fall­ist á að kynna hug­mynd­ir að frek­ari niður­skurði í mars sé það talið nauðsyn­legt.

Juncker tók fram að gripið yrði til harðari aðgerða gegn Grikkj­um ef ekki væri búið að kynna aðgerðir stjórn­valda þar í landi til að ná niður fjár­laga­hall­an­um fyr­ir 16. mars nk.

Skulda­vandi Grikkja er „fyrst og fremst vandi grískt vanda­mál og inn­an­landsvandi Grikkja,“ sagði Juncker.

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins hétu því í liðinni viku að rétta Grikkj­um hjálp­ar­hönd, hins veg­ar kom ekki fram ná­kvæm­lega í hverju sú hjálp yrði fólg­in.

„Við mun­um ekki svíkja Grikk­land,“ sagði Christ­ine Lag­ar­de, fjár­málaráðherra Frakk­lands og bætti við: „Það er al­veg ljóst að við erum öll á sama báti.“

Grísk stjórn­völd hyggj­ast sem kunn­ugt er lækka fjár­laga­hall­ann úr 12,7% í 8,7&% á ár­inu 2010. Þær aðgerðir sem þegar hafa verið kynnt­ar hafa mætt mik­illi and­stöðu meðal al­menn­ings og brugðist hef­ur verið við með kröfu­göng­um og verk­falls­hót­un­um.

Geor­ge Papaconst­ant­in­ou, fjár­málaráðherra Grikk­lands, hef­ur óskað eft­ir því að for­svars­menn evruland­anna op­in­beri í hverju stuðning­ur þeirra við Grikk­land muni fel­ast. Að mati Juncker væri það hins veg­ar óvit­ur­legt að birta þær upp­lýs­ing­ar op­in­ber­lega. Papaconst­ant­in­ou hef­ur ít­rekað sagt að Grikk­ir séu ekki að biðja um fjár­hagsaðstoð frá Brus­sel.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert