Böndin berast að Mossad

Yfirvöld í Dubai hafa sýnt myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum þar sem …
Yfirvöld í Dubai hafa sýnt myndbandsupptökur úr eftirlitsmyndavélum þar sem meintir tilræðismenn sjást. Þeir eru grunaðir um morðið á Mahmoud al-Mabhouh, háttsettum herforingja Hamas-samtakanna. Reuters

Bönd­in ber­ast nú mjög að Mossad, leyniþjón­ustu Ísra­els, vegna morðs á hátt­sett­um Ham­as-liða í Dubai. A.m.k. sjö ísra­elsk­ir rík­is­borg­ar­ar segja að hinir meintu til­ræðis­menn hafi stolið per­sónu­upp­lýs­ing­um þeirra. Talið er að til­ræðis­menn­irn­ir séu út­send­ar­ar leyniþjón­ustu Ísra­els­rík­is.

Mahmud al-Mabhuh, hátt­sett­ur her­for­ingi Ham­as sam­taka Palestínu­manna, var í vopna­kaupaleiðangri í Dubai þegar hann var myrt­ur á hót­el­her­bergi sínu í síðasta mánuði. Mossad hef­ur verið kennt um til­ræðið, þótt eng­ar hald­bær­ar sann­an­ir tengi leyniþjón­ust­una við morðið. Mossad hef­ur ekk­ert tjáð sig að venju.

Grun­semd­irn­ar styrkt­ust eft­ir að yf­ir­völd í Dubai birtu mynd­ir og nöfn ell­efu ein­stak­linga sem komu inn í landið og fram­vísuðu evr­ópsk­um vega­bréf­um. Sex voru frá Bretlandi, þrjú frá Írlandi, eitt frá Þýskalandi og eitt frá Frakklandi. Grun­ur leik­ur á að þetta fólk til­heyri aðgerðat­eym­inu sem myrti Mabhuh.

Yf­ir­völd í Bretlandi, Frakklandi og Írlandi til­kynntu skömmu síðar að vega­bréf­in væru fölsuð og að a.m.k. sjö hinna meintu til­ræðismanna reynd­ust einnig vera með rík­is­borg­ara­rétt í Ísra­el. Svo virðist sem að vega­bréf­um þeirra hafi verið stolið.

„Allt frá því að ég upp­götvaði að þeir notuðu per­sónu­upp­lýs­ing­ar mín­ar og nafn hef ég gengið um eins og upp­vakn­ing­ur,“ sagði Paul John Keally, bresk-ísra­elsk­ur rík­is­borg­ari, í sam­tali við ísra­elska fjöl­miðla.  Í sam­tali við Daily Mail í Bretlandi sagði hann:

„Ég vaknaði í morg­un og skyndi­lega varð líf mitt eins og í njósn­ara­mynd. Þetta veld­ur mér áhyggj­um, en ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt. Ég hef ekki farið frá Ísra­el í tvö ár og hef ör­ugg­lega ekki verið í Dubai ný­lega.“

Frétta­vef­ur Daily Tel­egraph í London grein­ir frá því að tveir menn af palestínsk­um ætt­um séu í haldi í Dubai í tengsl­um við morðið á al-Mabhuh. Þeir eru grunaðir um að hafa veitt til­ræðismönn­un­um upp­lýs­ing­ar um dval­arstað hans. Tví­menn­ing­arn­ir eru báðir bú­sett­ir í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um.

Dahi Kalf­an, lög­reglu­stjóri í Dubai, seg­ir að þeir hafi „flúið til Jórdan­íu“ eft­ir að lík al-Mabhuh fannst. Menn­irn­ir feng­ust fram­seld­ir frá Jórdan­íu fyr­ir þrem­ur dög­um. Sterk­ur grun­ur leik­ur á að ann­ar þeirra hafi hitt einn hinna meintu til­ræðismanna fyr­ir morðið.

Mahmoud al-Mabhouh, háttsettur herforingi Hamas var myrtur í Dubai 20. …
Mahmoud al-Mabhouh, hátt­sett­ur her­for­ingi Ham­as var myrt­ur í Dubai 20. janú­ar s.l. Reu­ters
Dahi Khalfan Tamim, lögreglustjóri í Dubai, á fréttamannafundi. Á bakvið …
Dahi Khal­f­an Tamim, lög­reglu­stjóri í Dubai, á frétta­manna­fundi. Á bakvið hann sést mynd af ein­um hinna ell­efu grunuðu til­ræðismanna sem gekk und­ir nafn­inu Peter El­vin­ger. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert