Talsmenn NATO sáttir

Talsmenn Atlantshafsbandalagsins (NATO) eru sáttir við hvernig miðar í Afganistan. Fimm dagar eru síðan rúmlega 15 þúsund hermenn voru sendir inn í Helmand hérað í þeim tilgangi að brjóta andspyrnu talíbana á bak aftur. Þrátt fyrir harða mótspyrnu segjast forsvarsmenn NATO bjartsýnir á að aðgerðir bandamanna muni skila árangri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert