Þó margir sé undrandi á ákvörðun Joe Stack að fljúga flugvél á byggingu sem hýsti starfsmenn skattsins í Austin í Texas í Bandaríkjunum eru líka ótrúlega margir sem lýsa honum sem hetju.
Um 190 manns unnu í byggingunni sem varð fyrir árásinni. Mikill eldur gaus upp í húsinu. Tveir voru fluttir á sjúkrahús. Flugmaðurinn lét lífið.
Strax eftir að fréttir bárust af árásinni fór að koma athugasemdir á vefinn þar sem Stack var hrósað fyrir sjálfsmorðsárásina. Ýmis öfgahópar hafa lýst Stack sem hetju fyrir að reyna að verja einstaklingsfrelsið fyrir ríkisvaldinu.
Stack skildi eftir skilaboð þar sem hann lýsir reiði í garð skattsins og stjórnvalda. Þessi skilaboð fóru á netið og höfðu um 20 milljón manns skoðað síðu sem geymdi þau áður en síðan var tekin niður eftir að fyrirmæli um það bárust frá FBI.