Kínverjar mótmæla fundi Obama með Dalai Lama

00:00
00:00

Kín­verska ut­an­rík­is­ráðuneytið í Pek­ing hef­ur kallað sendi­herra Banda­ríkj­anna í Kína á fund til að mót­mæla fundi, sem Barack Obama, Banda­ríkja­for­seti, átti með Dalai Lama, and­leg­um leiðtoga Tíbeta, í Hvíta hús­inu í gær.

Þar lýsti Obama yfir stuðningi við menn­ingu Tíbeta og lagði áherslu á mann­rétt­indi Tíbeta. Einnig hvatti hann til viðræðna milli Dalai Lama og kín­verskra stjórn­valda. 

Obama gaf hins veg­ar ekki út neina form­lega yf­ir­lýs­ingu eft­ir fund­inn með Dalai Lama. Eng­in sér­stök mót­töku­at­höfn var þegar Dalai Lama kom í Hvíta húsið og fund­ur þeirra Obama var hald­inn í svo­nefndu Korta­her­bergi þar sem eina­fund­ir for­seta eru oft haldn­ir. Hvíta húsið sendi frá sér eina mynd sem sýn­ir þá Obama og Dalai Lama ræðast við yfir te­bolla.

All­ir Banda­ríkja­for­set­ar frá ár­inu 1991 hafa átt fundi með Dalai Lama og viðbrögð Kín­verja hafa verið svipuð í öll skipt­in. Sér­fræðing­ar segja, að sam­skipti þjóðanna hafi hins veg­ar færst í samt lag eft­ir nokkra mánuði.  

Dalai Lama og Barack Obama í kortaherberginu í Hvíta húsinu.
Dalai Lama og Barack Obama í korta­her­berg­inu í Hvíta hús­inu. mynd/​Peter Souza
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert