Talið er að minnsta kosti 32 hafi látist og um fimmtíu slasast þegar bænaturn hrundi til grunna í bænum Meknes í Marokkó.
Samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum átti slysið sér stað um hádegi í dag á meðan á vikulegu bænahaldi stóð.
Ríkissjónvarpið í Marokkó hefur eftir innanríkisráðherranum þar í landi að líklega megi rekja hrun turnsins til mikilla rigninga að undanförnu.