Obama til hjálpar lántakendum

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. KEVIN LAMARQUE

Þó efna­hags­líf í Banda­ríkj­un­um sé sagt á réttri leið, er fjöldi nauðung­ar­upp­boða enn vax­andi. Upp­runi fjár­málakrepp­unn­ar í Banda­ríkj­un­um hef­ur enda verið rak­inn til svo­kallaðra und­ir­máls­lána, þar sem hús­næðislán voru veitt fólki sem tald­ist ótrygg­ir lán­tak­end­ur.

Í dag lýsti Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, því yfir í Nevada, að hann myndi hjálpa fólki sem skuldaði um­fram markaðsverð af hús­um sín­um, til að finna leið til að borga hús­næðislán­in sín þannig að bæði lán­tak­end­ur og lán­veit­end­ur gætu við unað. Í því skyni setti hann einn og hálf­an millj­arð banda­ríkja­dala, jafn­v­irði um 195 millj­arða króna, í sjóð sem fjár­magn­ar hús­næðislána­stofn­an­ir í fylkj­um Kali­forn­íu, Flórída, Nevada, Arizona og Michigan.

Seg­ir Obama að fjár­veit­ing­in eigi að hjálpa at­vinnu­laus­um fast­eigna­eig­end­um að kom­ast hjá nauðung­ar­upp­boðum. Fjár­magn­inu verður dreift á milli stofn­ana og get­ur farið til hjálp­ar at­vinnu­laus­um fast­eigna­eig­end­um, eða þeirra sem eiga eign­ir þar sem hús­næðislánið er komið yfir markaðsverðmæti. Hús­næðis­verð hef­ur fallið um rúm 20% frá því það náði há­marki í þess­um fylkj­um.

Frétta­stofa Reu­ters bend­ir á að það þyki hins veg­ar eng­in til­vilj­un að Obama hafi valið að til­kynna um fjár­veit­ing­una í Nevada fylki sem er enn að vinna sig upp úr hruni á fast­eigna­markaðinum. Er þar vísað til þess að Obama sé að launa þing­manni Demó­krata, Harry Reid sem reyn­ir að vinna upp veru­lega for­ystu Re­públi­kana í fylk­inu en kosn­ing­ar sem framund­an eru í nóv­em­ber geta breytt valda­hlut­föll­um í þing­inu. Reid hef­ur veitt Obama liðsinni við að koma hans mál­efn­um gegn­um þingið en legið und­ir ámæli Re­públi­kana sem segja hann gleyma eig­in fylki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert