Fjöldi látinn kominn upp í 40

00:00
00:00

Fjöldi þeirra sem tald­ir eru hafa lát­ist í aur­skriðum og flóðum á eyj­unni Madeira í gær er kom­inn upp í 40. Ekki er úti­lokað að fleiri eigi eft­ir að finn­ast látn­ir.

Fleiri tonn af drullu og grjóti flæddi um göt­ur höfuðborg­ar­inn­ar, Funcha, og fleiri bæja á eyj­unni.

Víða er vatns­laust, raf­magns­laust og trufl­an­ir eru á síma­kerfi. Björg­un­ar­sveit­ir hafa verið send­ar frá Portúgal. Mikið tjón hef­ur orðið á veg­um og brúm. Bíl­ar liggja eins og hráviði um allt eft­ir að vatns­flaum­ur­inn náði þeim. Eign­artjónið í ham­förun­um er gríðarlegt.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert