Fjöldi látinn kominn upp í 40

Fjöldi þeirra sem taldir eru hafa látist í aurskriðum og flóðum á eyjunni Madeira í gær er kominn upp í 40. Ekki er útilokað að fleiri eigi eftir að finnast látnir.

Fleiri tonn af drullu og grjóti flæddi um götur höfuðborgarinnar, Funcha, og fleiri bæja á eyjunni.

Víða er vatnslaust, rafmagnslaust og truflanir eru á símakerfi. Björgunarsveitir hafa verið sendar frá Portúgal. Mikið tjón hefur orðið á vegum og brúm. Bílar liggja eins og hráviði um allt eftir að vatnsflaumurinn náði þeim. Eignartjónið í hamförunum er gríðarlegt.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka