Konur mega vera málaflutningsmenn

Abdullah konungur Sádi Arabíu
Abdullah konungur Sádi Arabíu Ahmed Jadallah

Í Sádi Arabíu er nú verið að vinna löggjöf sem leyfir kvenlögfræðingum í fyrsta sinn kleift að að gerast málflutningsmenn og flytja mál fyrir  dómi. Með lagasetningunni væri konum gert kleift að mæta í dómssal þegar verið væri fjalla um sifjaréttarleg málefni s.s. skilnaði og forsjá barna en hingað til hafa þær þurft að starfa á bak við tjöldin á skrifstofum stjórnvalda og dómssala.

Konum í Sádi Arabíu er skylt að vera aðskildar frá karlmönnum utan fjölskyldunnar þegar þær ganga  erinda sinna. Með nýju lögunum eiga þær að geta unnið að undirbúningi mála á þess að vera með vitni með sér og þeim að nægja að framvísa persónuskilríkjum til þess.

Haft er eftir dómsmálaráðherra landsins Mohammed al-Eissa að lögin sú hluti að ætlunarverki Abdullah konungs í því að þróa áfram lagaumhverfið.

Í dag er konum skylt að vera að einhverju leyti huldar blæju á almannafæri, þeim er bannað að aka sjálfar og konur sem eru yngri en fjörtíu og fimm ára er bannað að keyra. Hins vegar hefur að einhverju leyti verið slakað á skerðingum á persónufrelsi kvenna og nú er konum t.d. leyft að dvelja án fylgdarmanns á hótelum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert