Konu bjargað frá pyntingum

Lög­regla í Brasl­íu frelsaði í dag tví­tuga konu úr hönd­um klíkumeðlima sem höfðu þá pyntað hana í sex tíma.

Lög­regla í eft­ir­lits­ferð heyrði ör­vænt­ing­ar­full vein kon­unn­ar inn­an úr bygg­ingu og gekk á hljóðið. Þar lá kon­an bund­in í sófa og maður hafði lagt hníf að hálsi henn­ar. Hann reyndi að flýja en náðist á hlaup­um ásamt sautján ára vitorðsmanni sín­um. Kon­an sem var illa far­in eft­ir pynt­ing­arn­ar, var flutt á sjúkra­hús.

Menn­irn­ir höfðu rænt kon­unni til að pína upp úr henni upp­lýs­ing­ar. Þeir töldu hana hafa vitn­eskju um og eit­ur­lyf sem annað gengi í ná­grenn­inu hefði stolið sem og dráp á þeirra veg­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert