Lögregla í Braslíu frelsaði í dag tvítuga konu úr höndum klíkumeðlima sem höfðu þá pyntað hana í sex tíma.
Lögregla í eftirlitsferð heyrði örvæntingarfull vein konunnar innan úr byggingu og gekk á hljóðið. Þar lá konan bundin í sófa og maður hafði lagt hníf að hálsi hennar. Hann reyndi að flýja en náðist á hlaupum ásamt sautján ára vitorðsmanni sínum. Konan sem var illa farin eftir pyntingarnar, var flutt á sjúkrahús.
Mennirnir höfðu rænt konunni til að pína upp úr henni upplýsingar. Þeir töldu hana hafa vitneskju um og eiturlyf sem annað gengi í nágrenninu hefði stolið sem og dráp á þeirra vegum.