Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast þegar bílsprengja sprakk nærri dómshúsi í Newry á Írlandi. Byggingin var þegar í stað rýmd. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins.
Shaun Woodward, ráðherra Norður-Írlandsmála, hefur fordæmt sprengjuárásina. Sagðist hann feginn að enginn hefði særst í árásinni og tók fram að árásarmennirnir hefðu það að markmiði að spilla pólitískum viðræðum.
„Þetta er hryllileg árás útfærð af aðeins litlum hópi fólks sem neitar að sættast á það að friður er mögulegur á Norður-Írlandi,“ segir Woodward, en talið er að lýðveldissinnar sem eru á móti friðarviðræðum hafi staðið að baki árásinni.
„Það er aðeins kraftaverk að enginn lést eða særðist,“ segir Sam Cordnor rannsóknarlögreglustjóri og bætir við: „Rannsókn okkar á svæðinu verður yfirgripsmikil og ítarleg. Ég hvet alla sem búa yfir einhverjum upplýsingum, alveg sama hversu smávægilegar þær eru, að gefa sig fram við lögregluna.“