Mannskæð sprengja í Afganistan

Sprengja sem fest hafði verið við reiðhjól sprakk nærri strætisvangastoppistöð í Afganistan með þeim afleiðingum að átta Afganar létu. Á sama tíma berast þær fréttir að alls hafi rúmlega þúsund bandarískir hermenn fallið í landinu síðan innrásin hófst.

Síðasta sprengjuárásin átti sér stað í Lashkar Gah sem er stærsta borg í Helmand héraði. Þar hefur Bandaríkjaher í samvinnu við fjölþjóðalið NATO staðið fyrir mikilli stórsókn síðustu daga. Að sögn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur árangur stórsóknarinnar verið hægari en búast hefði mátt við.



Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert