Sprengja sem fest hafði verið við reiðhjól sprakk nærri strætisvangastoppistöð í Afganistan með þeim afleiðingum að átta Afganar létu. Á sama tíma berast þær fréttir að alls hafi rúmlega þúsund bandarískir hermenn fallið í landinu síðan innrásin hófst.
Síðasta sprengjuárásin átti sér stað í Lashkar Gah sem er stærsta borg í Helmand héraði. Þar hefur Bandaríkjaher í samvinnu við fjölþjóðalið NATO staðið fyrir mikilli stórsókn síðustu daga. Að sögn varnarmálaráðherra Bandaríkjanna hefur árangur stórsóknarinnar verið hægari en búast hefði mátt við.