Metsnjór í Moskvu

Kona gengur fram hjá Rauða torginu í Moskvu þar sem …
Kona gengur fram hjá Rauða torginu í Moskvu þar sem allt var á kafi í snjó. St. Basil dómkirkjan er í baksýn. DENIS SINYAKOV

Metsnjókoma í Moskvu, höfuðborg Rússlands, setti borgina á kaf um helgina en snjórinn mældist um 63 cm djúpur. Ekki hefur mælst jafnmikill snjór Moskvu síðan árið 1966 en þá mældist hann 62 cm.

Þúsundir snjóruðningsvéla unnu að því að greiða borgarbúum leið og var fólki sagt að skilja bílinn eftir heima. Lestarsamgöngum var þó haldið opnum en búið var að ryðja um 4.500 km af snjó á sunnudag.

Samkvæmt veðurspám var búist við því að hætti að snjóa í Moskvu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert