Stærsti flugvélagrafreiturinn

Ein af vélunum sem skoða má í Arizona með aðstoð …
Ein af vélunum sem skoða má í Arizona með aðstoð Google Earth, F14 Tomcat.

Skammt frá Tucson í Arizona er grafreitur fyrir úreltar herflugvélar og er talið að þar séu um 4000 vélar. Svæðið var tekið í notkun í lok seinni heimsstyrjaldar og er sagt í frétt BBC að finna megi eintök af nær öllum gerðum herflugvéla sem Bandaríkin hafa ráðið yfir frá seinna stríði.

Svæðið er á stærð við 1400 knattspyrnuvelli og nú er hægt að skoða það með aðstoð Google Earth á netinu.  Hægt er að skoða vélarnar í smáatriðum, svo góð er upplausnin, segir BBC.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert