Þýskur biskup uppvís að ölvunarakstri

Margot Kässman, biskip Þýskalands.
Margot Kässman, biskip Þýskalands. Reuters

Margot Käss­mann, bisk­up í Þýskalandi, hef­ur viður­kennt að hafa ekið á rauðu ljósi í miðborg Hanno­ver og jafn­framt að hafa verið ölvuð und­ir stýri. Käss­mann er for­seti EKD, kirkjuráðs lúth­erskra kirkna í Þýskalandi, og er fyrsta kon­an sem gegn­ir því embætti.

„Ég er hneyksluð á sjálfri mér yfir að gera svona al­var­leg mis­tök," hef­ur blaðið Bild eft­ir Käss­mann. Hún ók VW Phaet­on bíl sín­um á móti rauðu ljósi á laug­ar­dags­kvöld og var jafn­framt ófær um að aka, að sögn blaðsins. „Ég veit hve hættu­legt og óá­byrgt er að aka und­ir áhrif­um áfeng­is.  Ég mun að sjálf­sögðu taka af­leiðing­un­um."

Breska út­varpið BBC seg­ir, að emb­ætt­is­menn kirkj­unn­ar ræði nú hvernig bregðast eigi við. 

Käss­mann, sem er 51 árs, varð árið 2007 fyrsti þýski bisk­up­inn sem fékk hjóna­skilnað. Hún vakti deil­ur þegar hún hvatti til þess í ný­ársávarpi sínu um ára­mót­in, að þýsk­ir her­menn verði kallaðir heim frá Af­gan­ist­an. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert