Þýskur biskup uppvís að ölvunarakstri

Margot Kässman, biskip Þýskalands.
Margot Kässman, biskip Þýskalands. Reuters

Margot Kässmann, biskup í Þýskalandi, hefur viðurkennt að hafa ekið á rauðu ljósi í miðborg Hannover og jafnframt að hafa verið ölvuð undir stýri. Kässmann er forseti EKD, kirkjuráðs lútherskra kirkna í Þýskalandi, og er fyrsta konan sem gegnir því embætti.

„Ég er hneyksluð á sjálfri mér yfir að gera svona alvarleg mistök," hefur blaðið Bild eftir Kässmann. Hún ók VW Phaeton bíl sínum á móti rauðu ljósi á laugardagskvöld og var jafnframt ófær um að aka, að sögn blaðsins. „Ég veit hve hættulegt og óábyrgt er að aka undir áhrifum áfengis.  Ég mun að sjálfsögðu taka afleiðingunum."

Breska útvarpið BBC segir, að embættismenn kirkjunnar ræði nú hvernig bregðast eigi við. 

Kässmann, sem er 51 árs, varð árið 2007 fyrsti þýski biskupinn sem fékk hjónaskilnað. Hún vakti deilur þegar hún hvatti til þess í nýársávarpi sínu um áramótin, að þýskir hermenn verði kallaðir heim frá Afganistan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka