Brown enn vændur um þjösnaskap

Orð Alistair Darling, fjármálaráðherra, í samtali við Sky fréttasfofuna hafa …
Orð Alistair Darling, fjármálaráðherra, í samtali við Sky fréttasfofuna hafa kveikt spurningar um starfsumhverfið á skrifstofum forsætisráðherrans. addresses delegates Reuters

Deilur um hvort Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hafi beitt samstarfsmenn sína yfirgangi og þjösnaskap hafa ekki hjaðnað í dag. Hann neitar því að hafa sagt aðstoðarmönnum sínum að sleppa „kröftum heljar“ lausum á Alistair Darling fjármálaráðherra.

Brown hefur þegar neitað ásökunum í nýútkominni bók um að hann hafi bölvað ráðgjöfum sínum,  hent ritara úr stóli hennar fyrir að vélrita ekki nógu hratt og að hafa hrifsað í reiði í jakkaboðunga starfsmanna sinna.

Alistair Darling fjármálaráðherra sagði í viðtali við fréttastofu Sky sjónvarpsstöðvarinnar í gær að Downing stræti og stjórnarandstaða Íhaldsflokksins hafi sleppt „kröftum heljar“ lausum á hann fyrir að segja árið 2008 að versti efnahagssamdráttur í 60 ár væri framundan.

Þessi óvenjulega hreinskilna yfirlýsing kveikti spurningar um vinnustaðamenninguna í skrifstofum Browns í Downing stræti. 

Brown kom fram í morgunsjónvarpsþætti GMTV í morgun og sagði m.a.: „Ég átti aldrei neinn þátt í þessu.“ Hann bætti því við að þeir Alistair Darling hafi verið vinir í meira en 20 ár og beri „mikla gagnkvæma virðingu hvor fyrir öðrum.“ Hann viðurkenndi ennfremur: „Það fýkur stundum í mig.“

Brown sagði að starfsliðið í Downing stræti væri einskonar fjölskylda. Líkt og í öðrum fjölskyldum komi ýmislegt uppá við og við. „En það er frábært starfsumhverfi og við komum hlutunum í verk,“ sagði Brown.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert