Allt athafnalíf í Grikklandi lamast í dag en bæði starfsfólk í einkageiranum og opinbera geiranum ætlar að leggja niður vinnu í dag. Með þessu vilja Grikkir mótmæla fyrirhuguðum aðgerðum stjórnvalda til að rétta af slæma skuldastöðu ríkisins.
Ríkisstjórn Grikklands ræðir nú við alþjóðlegar stofnanir um hvaða leiðir eru til úrbóta og möguleg lán. Í gær lækkaði Fitch lánshæfismatseinkunn stærstu banka Grikklands.
Verkfallið hófst á miðnætti og liggja allar samgöngur niðri og er þess vænst að áhrifa verkfallsins fari að gæta á næstu klukkustundum.