Háhyrningur í Orlando drap konu

Háhyrningur drap konu á sædýrasafninu SeaWorld Orlando á Florida í dag. Atburðurinn átti sér á sýningu þar sem fjöldi áhorfenda fylgdist með. Konan sem lést var þjálfari háhyrningsins, en dýrið var fangað árið 1983 við strendur Íslands.

Victoria Biniak, sem var meðal áhorfenda á sýningunni sagði í samtali við sjónvarpsstöð á Florida að konan hefði nýlokið við að útskýra fyrir áhorfendum það sem þeir kæmu til með að sjá. Þá tók háhyrningurinn viðbragð „og kom upp að laugarbarminum, stökk og greip konuna um mittið og byrjaði að hrista hana af miklum kraft. Það næsta sem við sáum var skór fljótandi á vatnsyfirborðinu.“ 

Fangaður á Íslandsmiðum 1983

Háhyrningurinn sem drap konuna heitir Tilikum, en hann hefur verið á sædýrasafninu síðan 1992. Fram kemur í bandarískum fjölmiðlum, að Tilikum hafi verið fangaður við Ísland árið 1983. Um sex mánuðum eftir að hann kom í laugina lést maður í henni. Talið er að hann hafi stolist inn á safnið, en hann fannst látinn á botni laugarinnar. Háhyrningar réðust líka á þjálfara á sædýrasafninu árið 2004 og 2006, en þá urðu ekki dauðaslys.

Sædýrasafninu var lokað í dag eftir að konan lést, en rannsókn á slysinu stendur yfir. Konan sem lést var fertug.

Háhyrningar geta verið varasöm dýr.
Háhyrningar geta verið varasöm dýr. STR
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka