Ráðherra Skotlandsmála, Alex Salmond, hefur gefið í skyn að vinni Íhaldsflokkurinn sigur í komandi þingkosningum á Bretlandi muni hann berjast af meiri krafti en áður fyrir sjálfstæði Skotlands.
Salmond, er leiðtogi Skoska þjóðernisflokksins og fer fyrir sjálfsstjórninni í Edinborg. Hann hefur talað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota án þess að nefna neinar dagsetningar í þeim efnum.
Allar kannanir benda til þess að Gordon Brown, leiðtogi Verkalýðsflokksins, muni ekki hafa betur gegn David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, í komandi kosningum. Íhaldsflokkurinn nýtur mun minni vinsælda en Verkamannaflokkurinn í Skotlandi. Báðir flokkar leggjast hins vegar gegn fullu sjálfstæði Skota, en fullt sjálfstæði er hins vegar á stefnuskrá Skoska þjóðernisflokksins.