Hættumerki á evrusvæði

Dregið hefur úr lántökum á evrusvæðinu þrátt fyrir aukið peningamagn …
Dregið hefur úr lántökum á evrusvæðinu þrátt fyrir aukið peningamagn í umferð. Reuters

Mikill samdráttur í lántökum á evrusvæðinu, þrátt fyrir að magn peninga á lausu hafi aukist lítillega í janúar s.l., er til merkis um alvarlega hættu sem steðjar að viðkvæmu fjármálakerfi Evrópu og endurreisn þess, að mati sérfræðinga. 

Lánveitingar til einkageirans drógust saman um 0,6% í janúar, samkvæmt upplýsingum Seðlabanka Evrópu. Peningamagn í umferð, samkvæmt M3-vísi bankans, jókst um 0,1%.

Samdrátturinn í lánveitingum í janúar var enn meiri en lánasamdrátturinn í desember þegar hann var 0,1%. Þessi niðurstaða varð ljós í sama mund og könnun á viðhorfum forsvarsmanna fyrirtækja og neytenda sýndi að vonleysis er tekið að gæta eftir vaxandi traust samfellt í tíu mánuði.

Howard Archer, yfirhagfræðingur hjá IHS Global Insight rannsóknahópnum, telur ljóst að bati evrusvæðisins sé augljóslega að berjast við að komast á skrið. 

Gilles Moec, hagfræðingur við Deutsche Bank, benti á að í viðbót við það „verkfall í lántökum fyrirtækja“ sem lesa megi úr tölum evrópska seðlabankans virðist sem bankar séu í auknum mæli farnir að kinoka sér við að fjármála risavaxinn fjárlagahalla margra evruríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert