Matsfyrirtækið Standard & Poor's varaði skuldsett ESB-ríki í dag við því að það að leita utanaðkomandi aðstoðar við að ná niður fjárlagahalla muni ekki bæta lánshæfismat þeirra í framtíðinni.
S&P leggur á það áherslu í skýrslu sinni að „kröftug, vel skilgreind og tímanleg stefnumörkun ríkisstjórnar sem standi frammi fyrir efnahagsvanda sé enn mikilvægasti þátturinn sem hafi áhrif á trúverðugleika lánstrausts þjóðríkis.“