Lést í fæðingu eftir rifrildi lækna

Reuters

Stúlku­barn lést í fæðingu í kjöl­far rifr­ild­is tveggja lækna á fæðing­ar­deild í Bras­il­íu. Málið er nú til rann­sókn­ar. Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Örygg­is­verðir urðu að fjar­lægja lækn­ana vegna ágrein­ing þeirra í mill­um um hvort þeirra ætti að vera ábyrgð á fæðing­unni. Á meðan kom þriðji lækn­ir­inn og aðstoðaði kon­una sem var í miðri fæðingu og varð fljót­lega ljóst að hún þyrfti að fara í bráðakeis­ara. Hálfri ann­arri klukku­stund kom lít­il stúlka í heim­inn en hún var þá and­vana fædd. Á fæðing­ar­vott­orði kem­ur fram að dánar­or­sök sé súr­efn­is­skort­ur, en eft­ir á að kryfja líkið og rann­saka nán­ar.

Að sögn emb­ætt­is­manna er að svo stöddu ekki hægt að full­yrða að rifr­ildi lækn­anna tveggja hafi haft þessi skelfi­legu áhrif, en báðir lækn­ar hafa hins veg­ar verið rekn­ir úr störf­um. Bæði lög­regl­an og heil­brigðis­yf­ir­völd lands­ins eru nú með málið til rann­sókn­ar.

Ólétta kon­an, Gislaine de Matos Rodrigu­es, seg­ist hafa beðið lækn­inn sem borið hafi ábyrgð á heilsu­fari henn­ar í meðgöngu­eft­ir­lit­inu að vera sér til aðstoðar meðan á fæðing­unni stæði. Stuttu eft­ir að kon­unni hafði verið gefið lyf sem fram­kalla átti fæðing­una birt­ist hins veg­ar ann­ar lækn­ir og heimtaði að hann ætti að hafa yf­ir­um­sjón með fæðing­unni þar sem hann væri vakt­haf­andi lækn­ir. Rifr­ildi lækn­anna enda með handa­lög­mál­um og þurfi starfs­fólk spít­al­ans að kalla til ör­ygg­is­verði sem fjar­lægðu lækn­ana.

"Þetta var mik­ill slag­ur. Á end­an­um velt­ust þeir um á gólf­inu á meðan eig­in­kona mín öskraði á þá og bað þá um að hætta þessu," seg­ir Gil­berto Melo Ca­breira, eig­inmaður óléttu kon­unn­ar sem var á staðnum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert