Fréttaskýring: Gæti raskað sjávarstraumum

Landhelgisgæslan fer í regluleg könnunarflug til að fylgjast með hafís.
Landhelgisgæslan fer í regluleg könnunarflug til að fylgjast með hafís. Af vef Landhelgisgæslunnar.

Gríðar­stór haf­ís­breiða, sem losnaði frá jökli á Suður­skautsland­inu fyrr í mánuðinum, gæti raskað sjáv­ar­straum­um og breytt veðurfari víða um heim þegar fram líða stund­ir. Hugs­an­legt er meðal ann­ars að nýja haf­ís­breiðan geti leitt til kald­ari vetra í Norður-Atlants­hafi, að sögn vís­inda­manna. Þeir segja þó að áhrif­anna á veðurfar myndi ekki gæta fyrr en eft­ir ára­tugi eða lengri tíma.

Á stærð við Lúx­em­borg

Ástr­alsk­ir vís­inda­menn segja að haf­ís­breiðan geti lokað svæði sem fram­leiðir þétt­an, mjög kald­an og seltu­rík­an sjó sem sekk­ur í hafs­botn­inn og knýr sjáv­ar­straum­ana. Vís­inda­menn­irn­ir segja að hægi á þess­ari kóln­un geti það breytt sjáv­ar­straum­un­um þannig að vet­urn­ir verði kald­ari í Norður-Atlants­hafi.

Hef­ur áhrif á keis­ara­mörgæs­ir

BBC

Haf­ís­inn gæti meðal ann­ars raskað fæðuöfl­un keis­ara­mörgæsa ná­lægt Du­mont d'Ur­ville þar sem fransk­ir vís­inda­menn eru með rann­sókna­stöð.

Háð rekstefnu íss­ins

AFP

Ágæt ágisk­un en meira þarf til

Þór seg­ir að þetta sé sama þróun og verið hafi und­an­far­in ár, þ.e. að stór­ir jak­ar losni frá suður­heim­skaut­inu. „Ég á bágt með að trúa að svona fleki einn og sér geti breytt sjáv­ar­straum­um til lengd­ar. Ef hann fer langt í norður og bráðnar smám sam­an hef­ur hann kannski áhrif á yf­ir­borðslög­in um tíma, en það yrði staðbundið.“

Til þess að þau áhrif verði sem vís­inda­menn lýsi þurfi fleiri stór­ir jak­ar að brotna af reglu­lega á næstu árum.

Haf­ísþekj­an í lág­marki

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka