Svíar snúast gegn evru

Evrur.
Evrur. Reuters

Fleiri Svíar eru nú andvígir því að taka upp evruna sem gjaldmiðil en áður. Þetta kom fram í skoðanakönnum sem Sænska sjónvarpið lét gera og greindi frá. Helmingur svarenda vildi ekki fá evruna sem gjaldmiðil, 39% vildu evruna og 11% voru í vafa.

Könnunin sýndi að karlar vildu evruna frekar en konur og að ungar konur höfðu minnsta trú á evrunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka