Absalon sökkti sjóræningjaskipi

Danska herskipið Absalon.
Danska herskipið Absalon.

Danska herskipið Absalon sökkti í dag móðurskipi sómalskra sjóræningja, sem notað var til að flytja sjóræningja frá landi og út á svæði þar sem þeir hafa rænt skipum.

Absalon, sem fer fyrir flota NATO-skipa á Indlandshaf, kom að sjóræningjaskipinu á Indlandshafi. Fyrst kom danska skipið í veg fyrir sjórán og sökkti síðan skipinu.

Talið er að sómalskir sjóræningjar hafi fengið um 60 milljónir dala í lausnargjald á síðasta ári fyrir skip sem þeir rændu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert