Skjáir í stað tengsla við fólk

Of mikil seta við skjáinn spillir samskiptum við vini og …
Of mikil seta við skjáinn spillir samskiptum við vini og fjölskyldu. Kristinn Ingvarsson

Því meiri tíma sem ung­menni verja til sjón­varps­gláps eða tölvu­leikja af öllu tagi þess minni reyn­ast sam­skipti þeirra vera við vini sína og fjöl­skyldu, að því er nýbirt könn­un sýn­ir.

Tækn­in í dag býður jafnt upp á afþrey­ingu, nám og störf við skjái í sí­vax­andi mæli.  Þess­ar niður­stöður þykja gefa til­efni til áhyggna því líf okk­ar fær­ist æ meira í átt að skjám af öllu tagi, að mati höf­unda rann­sókn­ar­inn­ar sem birtu niðurtöðurn­ar í The Archi­ves of Pedi­at­ric and Adco­lescent Medic­ine í dag.

Rann­sókn­in bygg­ir á sam­an­b­urði tveggja hópa og voru þeir skoðaðir með 16 ára milli­bili. 

Í fyrsta hópn­um voru 976 tán­ing­ar. Þeir vörðu ein­um degi á rann­sókn­astaðnum um það bil sem þeir urðu 15 ára. Þetta var á ár­un­um 1987 og 1988. Rann­sókn­in var gerð til að mæla hve mikl­um tíma þeir vörðu við að horfa á sjón­varp og hve háðir þeir voru for­eldr­um sín­um og fé­lög­um.

Í seinni rann­sókn­ar­hópn­um voru meira en þrjú þúsund ung­menni sem urðu 14 eða 15 ára á ár­inu 2004. Þá stóðu ung­menn­un­um miklu fleiri skjá­ir til boða en ein­ung­is sjón­varps­skjá­ir -- þó ekki jafn marg­ir og er í dag. 

Síðar­nefndi hóp­ur­inn svaraði spurn­inga­eyðublöðum í skól­um sín­um til að hægt væri að kom­ast að því hve mikl­um tíma þau vörðu við að horfa á sjón­varp, mynddiska eða mynd­bönd, hve mikl­um tíma þau vörðu við tölv­una í öðrum til­gangi en að sinna heima­námi og hvað þau vörðu mikl­um tíma í að spila tölvu­leiki í heima­tölvu, far­tölvu eða leikja­tölv­um á borð við XBox, PlayStati­on eða Nin­t­endo.

Þessi hóp­ur var einnig spurður um lest­ur og heima­vinnu. Þá voru sam­skipti þeirra við vini og fjöl­skyldu könnuð með sama spurn­inga­blaði og notað var 16 árum áður.

Í fyrstu könn­un­inni, á fólki sem ein­ung­is hafði aðgang að sjón­varpi, kom í ljós að fyr­ir hverja auka klukku­stund sem varið var við sjón­varpið juk­ust lík­urn­ar á litl­um sam­skipt­um við for­eldra um 13% og lík­ur á litl­um sam­skipt­um við vini um 24%.

Hvað varðar síðari hóp­inn voru niður­stöðurn­ar svipaðar en ein­ung­is hvað varðaði sam­skipt­in við for­eldra. Fyr­ir hverja auka klukku­stund sem varið var í sjón­varps­áhorf eða tölvu­leiki juk­ust lík­ur á litl­um sam­skipt­um við for­eldra um 5%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert